7. júní 2011

Fyrsta kvöldganga sumarsins

Fimmtudaginn 9. júní kl. 18.00 verður gengið á fjallið Háf og tindinn Hrískinnahnjúk í Miðdölum.  Báðir tindarnir erum rúmlega 800 metra háir.  Dalagarpar hafa fengið leyfi hjá bændunum á Háafelli  til að leggja bílum á bæjarhlaðinu  og hefja fjallgönguna þaðan.  Gengið verður frá fjárhúsunum, utan girðingar upp með gilinu og þaðan norðan eða norðvestanmegin á fjallið.
Gönguferðin upp á Háfinn ætti að taka  um klukkustund  og síðan tekur það annan klukkutíma að ganga  upp á Hrískinnahnjúk.  Þannig að  í allt  ætti gönguferðin að taka rúmar 4 klukkustundir fram og til baka.

Þar sem þessi ganga er til muna erfiðari en fyrstu tvær göngurnar er upplagt fyrir þá sem hægar fara yfir að ganga aðeins á annan tindinn.

Spáð er köldu veðri þetta kvöld og nokkuð víst að uppi á tindunum verður hitastig undir frostmarki.  

Því miður verður heimilisfólk á Háafelli ekki heima þetta kvöldið og geta því ekki verið með leiðsögn.  

Svo er bara að fjölmenna í gönguna.

Herdís og Eyjólfur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli