28. janúar 2012

Gönguskór

Fólk kaupir sér ekki gönguskó á hverju ári.  Þegar slíkir skór eru keyptir þarf að huga að mörgu enda verið að leggja í talsverða fjárfestingu.  Gönguskór voru hér á árum áður þyngri en líka sterkari.  Þetta hefur verið að breytast og nú eru þeir bæði léttari og sveigjanlegri.  Verð á gönguskóm segir ekki allt.  Hafa verður í huga að bæði eru fætur mismunandi og að fólk notar skóna mjög mismikið.

Hér hjálagt er slóð á vef sem helgar sig umfjöllum um gönguskó og selur einnig ákveðna tegund af þeim.  Fróðleikur um umhirðu, gerð og val á gönguskóm.

http://www.gonguskor.is/

17. janúar 2012

Útivist

Nú er Útivist búin að gefa út útivistarblaðið sitt fyrir árið 2012.  Þar gætir margra grasa.  Það sem manni finnst hvað skemmtilegast er að sjá stöðugt nýjar útfærslur á skipulagðri útvist.  T.d. hópa sem fara í ljósmyndferðir, koma sér í form á veturnar til að komast á fjöll, margar tegundir af jeppaferðum og fleira og fleira.  Mér finnst Útivist hafa elst vel - þetta frábæra félag er stöðugt að gera hlutina á nýjan veg.

Hvernig væri að líta á heimasíðuna þeirra www.utivist.is og skella sér í félagskapinn eða í ferð með þeim ?