4. september 2011

Gangan á Klofningsfjall

Að þessu sinni mættu aðeins þrír Dalagarpar í gönguna á Klofningsfjall.  Lagt var af stað frá Stakkabergi kl. 11.00 í blíðskaparveðri.  Gengið var upp með Fábeinsá upp á brún og var hækkunin um 450 metrar.  Síðan var gengið fram fjallið út að Klofningi.  Fram á brún var einstaklega fallegt útsýni og ótrúlegt að sjá allar þessar eyjar, Hvammsfjarðarröstina, Dagverðarnesið og Langeyjarnesið úr lofti.  Útsýni var einnig frábært vestur á firði og sást Flatey t.d. mjög vel með húsum og öllu.  Farin var hlíðin til baka og farið stall af stalli frá Hnúki og niður að Stakkabergi.  Berjalyng voru svört af stórum Krækiberjum alla leiðina.  Samtals var gengin 9, 2 kílómeter á 5,5 klukkstundum.  Hæsti punktur yfir sjó var 510 m.