29. maí 2011

Það voru aðeins níu Dalagarpar sem lögðu í það að ganga fyrir Skorravíkurmúlann í dag.  Sennilega setti veðrið strik í reikninginn, en norðanáttin var ansi stíf og köld (6 gráður)  út Hvammsfjörðinn. Þá er sauðburði ekki ennþá lokið svo ekki komust sauðfjárbændurinir með í dag.
Nokkurn tíma tók að að flytja bíla að hinum enda gönguleiðarinnar en göngumenn lögðu af stað frá Teigi rétt fyrir kl. 12.00 og gengu í þrjá og hálfan tíma að Skorravíkuránni.   Vindurinn var allan tímann í bakið.  Staldarað var við á  Ketilsstöðum og í Skorravík ásamt einu nestisstoppi.  Vegna kuldans urðu stoppin í færra lagi.

Ferðin var öll hin hressilegasta og ekki vantaði góða skapið og gleðina í hópinn.  Myndir sem Nonni og Lói tóku eru nú komnar inn á heimasíðuna og eru á þessari slóð hérna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli