10. maí 2011

Myndir frá gönguferðinni á Tungumúla

Það voru 14 Dalagarpar sem gengur á Tungumúlan sunnudaginn 8.maí.  Jón Benediktsson fyrrverandi bóndi í Sælingsdalstungu gekk með hópnum og sagði frá staðháttum, örnefnum og öðru sem tengdist svæðinu.  Veður var þokkalegt; fremur stíf norðanátt en bjartur himinn er leið á daginn.  Hækunin var um 300 metar.
Margt var spjallað og skrafað á leiðinni og fólk gaf sér góðan tíma til að ganga á fjallið og njóta útiveru og samvista.  Eftir gönguferðina fór hluti hópsins í sund á Laugum.
Myndir af ferðinni eru komnar inn á síðuna hér til hliðar.  Einnig hægt að fara beint á albúmið á þessari slóð. 

Í heita pottinum á Laugum voru lagðar línur með gönguferðir sumarsins.  Niðurstaðan var eitthvað í þessa átt:
a) Gengið á eitt hátt fjall á mánuði
b) Farið í krikjugöngur; gengið frá Búðardal og til messu í Hjarðarholti
c) Farið í léttari göngur; fell, múlar og á jafnslétta (t.d.fjörur).
d) Reynt að hafa alltaf með í för einhvern kunnugan staðháttum, sögu og örnefnum.

Ekki var gengið frá neinni dagskrá en Herdís og Eyjólfur munu gera tillögu að slíku á næstu dögum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli