17. maí 2011

Göngudagatalið

Það hefur heldur verið fjölga í hópnum hjá okkur og eru félagar nú orðnir 23 talsins á öllum aldri.   Ef þið vitið um einhvern áhugasaman látið þá endilega vita.

Nú líður að næstu göngu og er hún áætluð sunnudaginn 29. maí.  Verður þá gengið fyrir Skorravíkurmúla á Fellsströnd.  Gönguleiðin er nokkuð löng (fer þó eftir útfærslu) en er öll á jafnsléttu og auðveld.   Sveinn á Staðarfelli áætlar að það taki um fjórar klukkustundir með þægindarstoppum að labba leiðina frá Teigi.   Áætlun ferðarinnar verður kynnt er nær dregur.

Áætlun á  göngur sumarsins er komin inn á göngudagatalið hér til hliðar. Áætlunin er unnin eftir áherslum sem urðu til í heita pottinum á Laugum eftir síðustu göngu.  Ljóst er að áætlaðar göngur skarast við ýmsa atburði innan héraðs sem utan en vonandi verða alltaf einhverjir til að mæta í hverja göngu fyrir sig.  Áætlað er einnig að vera með kirkjugöngur frá Búðardal upp í Hjarðarholt í guðþjónustur þar.  Ekki er komin dagsetning á þær.

Þá er bara að fara út og æfa sig og mæta hress í næstu gönguferð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli