26. maí 2011

Nú á sunnudaginn kemur leggjum við í næstu göngu.  Við ætlum að ganga fyrir Skorravíkurmúla á Fellsströnd.  Gangan er öll á jafnsléttu eftir vegslóða og því alls ekki erfið.   Áætlað er að gangan taki minnst þrjá tíma en einhver tími fer í flutninga á bílum og fólki.   Síðasta áætlun um göngutíma og ferðatíma fór gjörsamlega í vaskinn, svo vinsamlega takið þessari áætlun með fyrirvara.  Eins og í síðustu göngu verður enginn að flýta sér neitt... nema veður verði því mun verra.  Áherslan er á samveru og útiveru.

Mæting er kl. 11.00 við afleggjarann niður að Teigi.  Þar ráðum við aðeins ráðum okkar áður en lengra er haldið á afleggjarann,  því við þurfum að að færa x marga bíla (fer eftir fjölda göngumanna)  vegleiðina yfir að hinum enda gönguleiðarinnar (Skorravík).  Spáð er hægu, mildu og þuru verði af norðaustan, en án sólar.  Hiti 8 - 10 stig.

Þegar þetta er skrifað er ekki fast í hendi hver verður leiðsögumaður okkar í ferðinni.

Nú er vonandi farið að hægjast um hjá sauðfjárbændum svo vonandi sjá þeir sér nú fært að koma með.

Sjáumst sem flest

Eyjólfur og Herdís

Engin ummæli:

Skrifa ummæli