15. júní 2011

Gönguferð fyrir alla

Minnum Dalagarpa á eftirfarandi göngutúr

 
   
Dagur hinna villtu blóma hefur verið haldinn hér á landi síðan árið 2004. Í ár verður hann sunnudaginn 19. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Í Dölum verður haldið af stað frá Ytri-Fagradal kl 16:00. Gengið verður niður að fjöru og farið eftir ströndinni að Nýpurá. Þá verður gengið að Nýp. Þar getur fólk valið um að ljúka göngunni eða rölta eftir veginum inn að Ytri-Fagradal.

Fjölbreytt flóra er á þessari leið, sum blómin jafnvel eldgömul og steingerð! 

Áætlað er að göngutúrinn taki um tvo tíma og er þetta auðveld ganga öllum aldurshópum.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli