11. ágúst 2011

Hafratindur í Saurbæ


Næstkomandi sunnudag er á dagskránni að klífa hið fagra fjall Hafratind í Saurbæ.  Þetta fjall er rúmlega 900 metra hátt með frábært útsýni af toppnum yfir allan Breiðafjörð og vestur á firði.
Lagt verður af stað eins og venjulega kl. 11.00.  Við göngum frá Þverdal, sem er eyðubýli inni í Staðarhólsdalnum.  Farið er yfir Staðarhólsánna á brúnni að Kverngrjóti og ekið þaðan að Þverdal. Gengið verður uppúr Þverdalnum á fjallið og farið á báða toppa fjallsins. Gengið verður sömu leið til baka.  Ætla má daginn í gönguna, sem hvergi er neitt erfið en stundum brött og eitthvað verður um stórgrýti. Sturlaugur Eyjólfsson göngugarpur og eftirlaunaþegi gengur með hópnum.

Því miður er veðurspáin nokkuð tvísýn að þessu sinni.  Því vill ég fá svör, í tölvupósti eða símleiðis (899 7037), frá öllum þeim, sem hyggjast leggja á fjallið svo hægt sé á auðveldan hátt  að aflýsa göngunni ef með þarf.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Lói

Engin ummæli:

Skrifa ummæli